*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ljónin úr leik eftir tap í Ungverjalandi

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen, sem Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með, er úr leik í Meistaradeildinni í handknattleik eftir tap gegn Szeged í Ungverjalandi í dag.

Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Löwen eftir fjögurra marka tap í fyrri leiknum fyrir viku. Szeged var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, og vann að lokum tveggja marka sigur, 31-29.

Ljónin fara því ekki lengra í Meistaradeildinni í ár en Szeged er komið í átta liða úrslitin.