*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Kolding úr leik þrátt fyrir sigur

Mynd: Skjáskot/LaolaTV

Mynd: Skjáskot/LaolaTV

Danska liðið KIF Kolding er úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir sigur gegn Zagreb í sienni leik liðanna í 16-liða úrslitunum í dag.

Kolding vann leikinn 23-21 en þar sem króatíska liðið Zagreb vann fyrri leikinn 22-17 dugði sigurinn ekki til í dag.

Ólafur Stefánsson lék sinn seinasta leik á ferlinum í leiknum en hann tók nýlega fram skóna til að hjálpa liðinu í leikjunum gegn Zagreb.