*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Kiel og Barcelona flugu inn í 8-liða úrslitin

Mynd: EPA.

Mynd: EPA.

Íslendingaliðin Kiel og Barcelona urðu í kvöld seinustu liðin til að tryggja sér sæti i 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik.

Barcelona, með Guðjón Val Sigurðsson innanborðs, vann sjö marka sigur gegn Álaborg, 29-22, en Börsungar unnu fyrri leikinn með 20 marka mun. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Barcelona með sex mörk.

Þá hafði Kiel betur gegn Flensburg, 33-28, en Kiel vann fyrri leikinn með níu marka mun.

Þrjú Íslendingalið eru því komin áfram því auk Kiel og Barcelona eru Róbert Gunnarsson og félagar í PSG komnir áfram.