*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Íslendingar í eldlínunni þegar 16-liða úrslitin klárast í dag

Mynd: EPA.

Mynd: EPA.

Það verður nóg um að vera í handboltanum í dag þegar 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni í handknattleik klárast. Öll sex Íslendingaliðin í keppninni eiga leik í dag.

Kielce, Vezprem og Vardar eru komin í átta liða úrslitin en síðastnefnda liðið náði að vinna upp sex marka tap gegn Wisla Plock í fyrri leiknum með ellefu marka sigri í gær.

Tveir af leikjum dagsins eru nýhafnir. Leikur Kolding og Zagreb er hafinn í Danmörku og þarf danska liðið að vinna upp fimm marka tap í seinni leiknum. Þá þarf Rhein Neckar Löwen að vinna með fimm mörkum gegn Szeged í Ungverjalandi.

Kiel er í góðum málum fyrir seinni leikinn gegn Flensburg eftir níu marka sigur í fyrri leiknum og leikur Barcelona og Álaborgar er í raun bara formsatriði eftir 20 marka sigur í fyrri leiknum.

Þá mætast PSG og Dunkerque í Frakklandsslag en PSG vann fyrri leikinn með tveimur mörkum.