*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ísland sigraði þriðja og síðasta vináttuleikinn gegn Sviss

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða

Íslenska kvennalandsliðið sigraði í þriðja og síðasta æfingaleiknum gegn Sviss, 28-24.

Staðan var 15-10, Ísland í vil, í hálfleik en stelpurnar okkar leiddu allan tímann.

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Ramune Pekarskyte og Karen Knútsdóttir skoruðu sex mörk hver fyrir íslenska liðið í dag.

Næsta verkefni landsliðsins eru tveir umspilsleikir gegn Svartfjallandi um sæti á HM 2015.