*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Halldór Harri hættir með Hauka í vor

Mynd: Handkn.deild Hauka

Mynd: Handkn.deild Hauka

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta, hættir með liðið í vor eftir tímabilið en hann hefur þjálfað Hauka liðið í þrjú ár

Halldór hefur náð góðum árángri í vetur en hann kom liðinu í undanúrslit Coca Cola bikarsins og liðið situr í fjórða sæti þegar tvær umferðir eru eftir en fjögur efstu sætin fá heimaleikjarétt þegar úrslitakeppnin hefst.

Það er ekki enn vitað hver kemur til með að taka við liðinu þegar Halldór víkur á brott.