*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Grótta og Víkingur unnu sína leiki

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Grótta, Víkingur og Fjölnir unnu þá sína leiki.

Grótta, sem er á toppi deildarinnar, gerði góða ferð á Selfoss þar sem liðið sigraði heimamenn. Jafnt var í hálfleik, 13-13, en Grótta vann að lokum 26-20. Viggó Kristjánsson skoraði 13 mörk fyrir Gróttu en Alexander Már Egan var markahæstur hjá Selfossi með sex mörk.

Þá sigraði Víkingur KR með 25 mörkum gegn 22. Jafnt var í hálfleik, 11-11, en Víkingur ver sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Sigurður Eggertsson og Jóhann Reynir Gunnlaugsson voru markahæstir í liði Víkings með fimm mörk en KR skoruðu Sigurbjörn Markússon og Finnur Jónsson sex mörk hvor.

Þá komst Fjölnir upp að hlið Selfoss í þriðja sæti deildarinnar með sigr gegn ÍH. Leikurinn var aldrei spennandi og Fjölnir vann 17 marka sigur, 33-16. Brynjar Loftsson var markahæstur Fjölnismanna með 12 mörk en hjá ÍH skoraði Guðni Guðmundsson fimm mörk.

Staðan í deildinni er þannig að Grótta er í efsta sæti með 43 stig en Víkingur er í öðru sæti með 40 stig. Þar sem einungis tvær umferðir eru eftir er ljóst að með sigri í næstu umferð tryggir Grótta sér titilinn.