*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Fimm mörk Sigurbergs duguðu ekki til – Geir Sveinsson og félagar gerðu jafntefli

Mynd: Þráinn Guðbrandsson

Mynd: Þráinn Guðbrandsson

Það fóru fram nokkrir leikir í þýska handboltanum í dag er lærisveinar Geir Sveinssonar í Magdeburg gerðu jaftefli við Wetzlar, 31-31.

Leikurinn var æsispennandi en eftir að hafa verið betra liðið í leiknum mátti Magdeburg þakka fyrir að tapa ekki leiknum en á lokasekúndum varði Janncik Green, markvörður liðsins, skot Wetzlar og lokatölur 31-31.

Á sama tíma skoraði Sigurbergur Sveinsson átta mörk er Erlangen tapaði, 35-33, gegn Hannover-Burgdorf. Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Hannover en Ólafur Guðmundsso komst ekki á blað.

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Gummersbach töpuðu svo á heimavelli, 27-32, gegn Minden.