*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Eyjamenn fóru tómhentir frá Akureyri

Mynd: Eyjafréttir

Mynd: Eyjafréttir

Akureyri hafði í dag betur gegn ÍBV í eina leik dagsins í Olís-deild karl aí handknattleik en leikið var fyrir norðan.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega 5-1 forystu. ÍBV var að elta allan fyrri hálfleikinn og Akureyri fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9.

ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn vel og liðið náði að minnka muninn í eitt mark. Þá gáfu heimamenn aftur í og unnu að lokum sex marka sigur, 25-19.

Kristjón Orri Jóhannsson var markahæstur í liði Akureyringa með níu mörk en Magnús Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir ÍBV.

Í marki Akureyringa var Hreiðar Levý Guðmundsson frábær og varði 18 skot. Hinum megin varði Haukur Jónsson sjö skot og Kolbeinn Arnarson varði 6.