*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Eyjamenn fara norður í dag

Mynd: Eyjafréttir

Mynd: Eyjafréttir

Einn leikur fer fram í Olís-deild karla í handknattleik í dag. Akureyri tekur þá á móti ÍBV fyrir norðan.

Liðin eru á svipuðum stað í deildinni, ÍBV er í sjötta sætinu með 23 stig en Akureyri er í því sjöunda með 21 stig. Með sigri geta Akureyringar því jafnað Eyjamenn að stigum en með sigri ÍBV komast Eyjamenn uppfyrir Hauka og í fimmta sætið.

Leikurinn í dag hefst klukkan 17:00.