*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Veszprem bætir við sig sterkum leikmönnum

SliskovicUngverska liðið Veszprem er greinilega stórhuga fyrir næsta tímabil því liðið hefur náð samningi við króatíska landsliðsmanninn Ivan Sliskovic sem verður leikmaður Veszprem í sumar. Áður hafði liðið samið við Aron Pálmarsson og því ljóst að útilína liðsins styrkist mikið.

Sliskovic, sem er 24 ára gamall, kemur til liðsins frá Celje Lasko í Slóveníu en hann þykir einn besti ungi leikmaðurinn í boltanum í dag.

Hann þótti sína flotta frammistöðu með króatíska landsliðinu á HM í janúar og vakti þar athygli margra.

Antonio Carlos Ortega, þjálfari Veszprem mun því glíma við það þægilega vandamál á næsta tímabili að geta ekki spilað öllum sterkustu leikmönnum sínum í einu því fyrir eru menn eins og Momir Ilic og Chema Roodriguez hjá liðinu.