*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mikið um meiðsli hjá toppliði Vals

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mikil meiðsli hrjá topplið Vals í Olís-deild karla um þessar mundir. Á æfingu á mánudag virtist óheppnin elta leikmenn liðsins á röndum og eftir æfinguna höfðu þrír leikmenn bæst á meiðslalistann.

Guðmundir Hólmar Helgason meiddist illa á kálfa og þurfti að fara í segulómskoðun. Þá meiddist Geir Guðmundsson á læri og Vignir Stefánsson á fingri. Auk þeirra eru þeir Alexander Júlíusson og Stephen Nielsen á meiðslalistanum.

Þá voru þeir Orri Freyr Gíslason og Elvar Friðriksson tæpir fyrir leikinn en náðu þó að spila gegn Haukum í gær.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins, segist í Morgunblaðinu vera bjartsýnn á að flestir leikmenn liðsins verði orðnir heilir þegar úrslitakeppnin hefst 7. apríl.