*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Fara Eyjamenn upp fyrir Hauka um helgina?

Mynd: Eyjafréttir

Mynd: Eyjafréttir

Einn leikur fer fram í Olís-deild karla í handknattleik um helgina. Þá taka Akureyringar á móti ÍBV.

Liðin eru á svipuðum stað í deildinni. ÍBV er í sjötta sætinu með 23 stig en einu sæti neðar koma Akureyringar með tveimur stigum minna. Með sigri geta Akureyringar jafnað ÍBV að stigum en þar sem ÍBV hefur unnið báðar viðureignir liðanna til þessa í vetur myndi ÍBV ennþá vera fyrir ofan.

Ef ÍBV nær að sigra fer liðið upp fyrir Hauka og í 5. sæti deildarinnar.

Leikurinn fyrir norðan hefst klukkan 17:00 á morgun.