*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ísland tapaði seinni leiknum gegn Sviss

birnabergÍslenska landsliðið í handknattleik tapaði í dag gegn Sviss þegar liðin mættust í æfingaleik ytra. Þetta var annar leikur liðanna á jafnmörgum dögum en íslenska liðið hafði betur í gær.

Íslenska liðið byrjaði betur í leiknum í dag og var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Stelpurnar áttu þó slæman kafla um miðjan seinni hálfleikinn sem varð til þess að Sviss náði forystunni. Sú forysta var aldrei látin af hendi og Sviss vann 25-21.

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í íslenska liðinu í dag með átta mörk.