*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ágúst Jóhannsson: ,,Heilt yfir ánægður"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, var ánægður með sigurinn gegn Sviss í gær. Hann segir að margt hafi verið jákvætt, bæði í vörn og sókn.

„Það var margt sem var mjög gott hjá okkur. 5+1 vörnin okkar var virkilega góð og vel útfærð. Við unnum mikið af boltum og náðum að keyra vel í bakið á þeim," sagði Ágúst og hélt áfram.

„Heilt yfir vorum við líka að spila vel sóknarlega. Við sköpuðum mikið af færum en létum líka verja rosalega mikið frá okkur. Það er erfitt að eiga við þær þegar þær spila sína 3+3 vörn."

„Við getum verið sátt við leikinn og frammistöðuna hjá liðinu. Við höfum æft vel og það var gott að ná sigri,"