*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Þórir: ,,Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag"

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Þórir Ólafsson, leikmaður Stjörnunar, var vonsvikinn í leikslok eftir tap gegn FH sem setur sæti Stjörnunar í deildinni í mikla hættu.

„Við vorum að reyna að taka góðu stemmninguna og jákvæðu punktana með okkur úr leiknum gegn ÍBV á mánudaginn. Það virkaði ekki alveg en þeir spiluðu aggresívt og neyddu okkur til að flýta skotunum okkar. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag."

Stjarnan á þrjá leiki eftir og staðan er svört ef litið er til þess að Fram er núna tveimur stigum ofar.

„Það eru þrír leikir eftir og við hengjum ekki haus. Við verðum bara að stefna á þrjá sigurleiki."

Viðtalið við Þóri má sjá hér fyrir neðan.