*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Þórir Ólafsson verður með Stjörnunni í kvöld

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Þórir Ólafsson, leikmaður Stjörnunar, verður með gegn FH í kvöld en hann var frá í síðasta leik gegn ÍBV vegna meiðsla.

Frá þessu greinir fimmeinn.is en samkvæmt miðlinum tjáði Þórir þeim að meiðslin hans hafi verið smávægileg og að hann sé klár í slaginn í kvöld.

Stjarnan er í gífurlegri fallbaráttu gegn Fram en bæði lið eru jöfn af stigum þegar fjórir leikir eru eftir en þessi tvö lið mætast í lokaumferðinni og ef staðan verður þá svipuð og hún er í dag verður um hreinan úrslitaleik að ræða um sæti í Olís deildinni á næsta tímabili.