*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Stelpurnar okkar mæta Sviss í dag

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Sviss í vináttuleik ytra síðar í dag.

Liðin munu svo mætast aftur um helgina en leikirnir eru liður í undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi um sæti á HM í desember.

Seinustu leikir Íslands og Sviss hafa verið nokkuð jafnir. Liðiðn léku þrjá vináttuleiki árið 2013, Ísland vann tvo þeirr, 26-21 og 27-26, en Sviss vann einn leik, 20-17.

Leikurinn í dag hefst klukkan sex að íslenskum tíma.