*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Skúli Gunnsteins: ,,Verðum að vinna alla þessa þrjá leiki – Það er bara þannig"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunar, var svekktur í leikslok eftir að Stjarnan tapaði dýrmætum stigum í fallbaráttunni gegn FH í kvöld.

,,Ég vissi af því og þess vegna urðum við að klára þetta í kvöld en því miður gekk það ekki. Við vorum slakir sóknarlega. Tókum slakar ákvarðanir og fórum ekki eftir plani."

Stjarnan hafði fengið þrjú stig úr síðustu tveimur leikjum og Skúli bjóst við betri framistöðu í kvöld.

,,Ég hafði trú á því að við myndum spila hörkuleik hérna í kvöld en stundum er sportið bara svona."

En hvað þarf  Stjarnan að gera til að halda sér uppi?

,,Við þurfum bara að vinna alla þessa þrjá leiki til að halda lífi. Það er bara þannig"

Viðtalið við Skúla má sjá hér fyrir neðan.