*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Rene toft Hansen fær ekki leikbann

Mynd: NordicPhotos

Mynd: NordicPhotos

Danki handknattleiksmaðurinn Rene toft Hansen verður ekki í banni um helgina þegar lið hans, Kiel, mætir Flensburg í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikmaðurinn var rekinn af velli með beint rautt spjald en dómurinn þótti afar umdeildur. Nú hefur EHF svo staðfest að leikmaðurinn fái ekki frekari refsingu.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Alfreð Gíslason, þjálfara liðsins, en hann getur ekki notað markvörðinn Andreas Palicka í leiknum vegna meiðsla.