*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Átti reiði Patreks rétt á sér?

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Eins og fram hefur komið verður Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í banni þegar liðið mætir Val í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

Patrekur fékk bannið eftir að hafa látið dómara leiksins heyra það í leikslok. Hann var ósáttur við dómgæsluna á lokamínútunum en Haukar fengu dæmda tveggja mínútna brottvísun á varamannabekkinn í lokasókn ÍBV þar sem of margir á bekk Hauka voru standandi.

Patrekur var sérstaklega ósáttur í ljósi þess að í lokasókn Hauka eiga líka of margir að hafa staðið við varamannabekk ÍBV án þess að dómarar leiksins hafi gert neitt í málinu.

Sport.is hefur nú klippt saman seinustu sókn ÍBV og seinustu sókn Hauka og þar sést að á tímapunkti virðast einnig of margir standa við varamannabekk ÍBV

Dæmi nú hver fyrir sig: