*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Með meira en 200 mörk í mínus eftir fjóra leiki

Handbolti almennt

Mynd: Nordic Photos

Kvennalandslið Indónesíu í handknattleik er líklega þar versta í heimi. Liðið hefur verið niðurlægt hvað eftir annað á Asíuleikunum og er nú með einstaklega lélega markatölu.

Liðið náði nýjum lægðum í dag þegar það tapaði 73-6 gegn Uzbekistan og hefur fengið 241 mark á sig í fjórum leikjum. Að sama skapi hefur liðið einungis skorað 25 mörk og niðurlægingin því fullkomnuð.

Á mótinu hefur liðið tvívegis tapað með meira en 60 marka mun því liðið tapaði einnig gegn Kazakhstan, 68-5.