*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Kristinn Björgúlfs: „Eins og í vel kryddaðri lygasögu"

kiddibjeKristinn Björgúlfsson, leikmaður Fram, var ánægður eftir sigur liðsins gegn ÍR í kvöld. Hann ræddi við Sport.is eftir leikinn.

„Þetta var ströggl í byrjun hjá báðum liðum og fullmikið fát á þessu. Við vorum kannski heppnir að vera jafnir í hálfleik," sagði Kristinn.

Áhugavert var að sjá að þegar Kristinn tók vítakast í leiknum virtist Svavar Már Ólafsson, markvörður ÍR og fyrrum liðsfélagi Kristins, reyna að taka hann á taugum. Við spurðum hann út í atvikið. „Ég veit það ekki, það gekk þá að minnsta kosti eins og í vel kryddaðri lygasögu hjá honum. Þetta var einfalt."

Þá ræddum við um hvað stigin tvö þýða fyrir framhaldið. „Við erum áfram í bílstjórasætinu en við þurfum ennþá að minnsta kosti tvö stig í viðbót."