*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ísak Rafnsson ekki með FH í kvöld

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Ísak Rafnsson, skyttan í liði FH, mun ekki leika með liðinu gegn Stjörnunni í kvöld.

Ísak er enn að jafna sig eftir heilahristing sem hann fékk í bikarúrslitunum og er ekki klár í slaginn. Í stuttu samtali við Sport.is í gær sagðist hann allur vera að koma til en þarf að bíða eitthvað lengur með að fara að kasta handbolta aftur.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og fer fram í Garðabænum.