*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Hvað gera Fram og Stjarnan í kvöld?

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í handknattleik. Sérstaklega verður spennandi að fylgjast með hvernig Fram og Stjörnunni mun ganga í kvöld en liðin berjast fyrir sæti sínu í deildinni.

HK er eins og flestir vita fallið úr deildinni og annað hvort Fram eða Stjarnan mun falla líka. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni, með 15 stig, þegar fjórar umferðir eru eftir en liðin mætast svo í lokaumferðinni. Bæði lið vilja ólm sleppa við að leika úrslitaleik um sæti í deildinni í lokaumferðinni og því skiptir stigasöfnunin í næstu leikjum miklu máli.

Bæði lið unnu seinasta leik sinn í deildinni. Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði topplið Vals en Stjarnan vann ÍBV.

Þá eiga bæði lið erfiða leiki í kvöld. Fram heimsækir ÍR í Austurbergið en Stjarnan fær FH-inga í heimsókn.

Báðir leikirnir byrja klukkan 19:30.