*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Halldór Jóhann: ,,Ísak og Benni voru flottir í stúkunni"

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Halldór Jóhann, þjálfari FH, var ánægður með sína menn eftir þriða sigur FH í röð.

„Það er ekki auðvelt að koma hingað í Mýrina. Það er komið smá flug á Stjörnuna og liðið búið að fá smá sjálfstraust."

FH lentu í miklum erfiðleikum á tímabili en liðið hefur núna unnið þrjá leiki í röð.

„Strákarnir hafa verið frábærir og hafa tekið því vel sem við höfum verið að leggja upp með og ég get ekki verið annað en ánægður."

Ísak og Benedikt, leikmenn FH, voru frá vegna meiðsla en létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og studdu sína menn áfram.

„Ísak og Benni voru flottir í stúkunni og þetta sýnir gríðarlega liðsheild hjá strákunum."