*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Fram með yfirhöndina í fallbaráttunni eftir dýrmætan sigur – Úrslit kvöldsins

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Fjórir leikir fóru fram í Olís deild karla þar sem Fram tók stórt skref í átt að öruggu sæti.

Í Garðarbæ fékk Stjarnan silfurdrengina í FH í heimsókn. Fyrri hálfleikur var mjög jafn þar sem Stjarnan byrjaði betur og vann sér inn tveggja marka forskot áður en FH skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna.

FH endaði fyrri hállfeikinn betur og fór til hlés með tveggja marka forskot, 11-13. Stjarnan svaraði því vel með þremur mörkum í röð í byrjun seinni hálfleiks og leikurinn áður en FH endurheimti þriggja marka forystu liðsins.

Munurinn var enn þrjú mörk gestunum í vil þegar tíu mínútur voru eftir og ljóst að þeir bláklæddu yrðu að kokka eitthvað upp ætlaði liðið að fá eitthvað út úr leiknum. Það gekk ekki betur en svo að leikurinn endaði með fjögurra marka tapi, 21-25, sem er mjög dýrt og sérstaklega í ljósi þess hvað gekk á í Austurberginu.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Mynd: Þorsteinn Haukur Harðarson.

Í Austurbergi í Breiðholtinu fékk ÍR lið Framara í heimsókn. Leikurinn var jafn  framan af fyrri hálfleik þó svo að ÍR væri iðulega með forystuna. Gestunum tókst svo að jafna rétt fyrir hlé og staðan var jöfn, 12-12, í hálfleik.

Eftir að ÍR hafði verið með yfirhöndina í fyrri hálfleik var dæmið búið að snúast við því gestirnir voru nú með tökin á leiknum.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var Fram með fjögurra marka forskot, 17-21, og leiknum lauk með frábærum sigri, 21-24.

Fram er því vægast sagt komið í bílstjórasætið en liðið er nú tveimur stigum á undan Stjörnunni og með innanbyrðis viðureignir á milli liðanna sér í hag.

Í Vodafone höllinni mættust topplið Vals og Hauka þar sem fyrri hálfleikurinn var, eins og annarstaðar, mjög jafn en Haukar fóru þó til hlés með tveggja marka forystu, 10-12.

Þar var hörkuleikur en staðan var jöfn, 21-21 þegar tíu mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en lokatölur voru þó 25-23, Valsmönnum í vil.

Í Mosfellsbænum mættust Afturelding og nýfallið lið HK en Afturelding er auðvitað að berjast við Val um toppsætið. Staðan var 11-10, Afturelding í vil, að loknum fyrri hálfleik.

Afturelding vann að lokum öruggan sigur, 27-19.

ÍR 21 – 24 Fram (12-12)
Stjarnan 21 – 25 FH (11-13)
Valur 25-23 Haukar (10-12)
Afturelding 27 – 19 HK (11-10)