*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Fékk bann á degi heilags Patreks

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Eins og fram hefur komið var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, dæmdur í eins leiks bann síðastliðin þriðjudag vegna framkomu sinnar í garð dómara eftir leik liðsins gegn ÍBV í seinustu viku.

Athugull Twitter notandi, Davíð Ingimarsson, benti síðan á að Patrekur var dæmdur í bann á St. Patricks day, eða degi heilags Patreks.

Patrekur verður í banni þegar Haukar heimsækja Val í kvöld en færslu Davíðs á Twitter má sjá hér að neðan.