*

Fimmtudagur, 19. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Fallbaráttan heldur áfram í kvöld – Fjórir leikir fara fram í Olís deild karla

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Fjórir leikir fara fram í kvöld er 24. umferð Olís deildar karla hefst.

Mörg augu verða á Garðabæ og Austurbergi þar sem Stjarnan og Fram munu berjast fyrir lífi sínu í deildinni og að taka yfirhöndina í fallbaráttunni.

Fram mætir ÍR og er væntanlega tilbúið í slaginn eftir óvæntan sigur á toppliði Vals í síðasta leik. Það var fyrsta tap Vals á árinu í deildinni og einungis annað tap liðsins á heimavelli í allan vetur.

Stjarnan átti þá tvo leiki til góða og svaraði sigri Fram á toppliði Vals með þremur stigum úr þessum tveimur leikjum.

Nú eru þessi tvö lið jöfn af stigum en Fram er þó með yfirhöndina þar sem liðið hefur til þessa sigrað báða leiki sína gegn Stjörnunni.

Afturelding mætir botnliði HK sem er nú þegar fallið úr deildinni og vonast til að minnka forskot Vals sem mætir Haukum.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka kemur ekki til með að stýra sínum mönnum en hann er í leikbanni en nánar er farið út í það hérna.

Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19:30.

19.30 Stjarnan – FH
19.30 Afturelding – HK
19.30 ÍR – Fram
19.30 Valur – Haukar