*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Svona er staðan í Olís-deild karla fyrir lokasprettinn

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Nú eru einungis fjórar umferðir eftir af Olís-deildinni í handknattleik og mikil spennan víðsvegar í deildinni.

Það eina sem er alveg ljóst er að HK er fallið úr deildinni en baráttan um hvaða lið sleppur við að falla með HK er gríðarlega mikil. Fram og Stjarnan eru jöfn að stigum í 8. og 9. sæti en liðin mætast einmitt í lokaumferðinni.

Valsmenn eru með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og líklegastir til að verða deildarmeistarar. Afturelding er í öðru sætinu og ÍR í því þriðja.

Baráttan um fjórða sætið, sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni, er einnig spennandi en þar stendur FH best að vígi eins og er.

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

Staðan í deildinni eftir 23 umferðir:

Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 23 17 2 4 632:542 90 36
2. Afturelding 23 15 3 5 579:534 45 33
3. ÍR 23 13 4 6 641:603 38 30
4. FH 23 12 2 9 605:591 14 26
5. Haukar 23 9 6 8 575:537 38 24
6. ÍBV 23 10 3 10 588:570 18 23
7. Akureyri 23 9 3 11 560:570 -10 21
8. Fram 23 7 1 15 511:608 -97 15
9. Stjarnan 23 6 3 14 574:618 -44 15
10. HK 23 3 1 19 552:644 -92 7