*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Pólski risinn samdi við Barcelona

kamilPólski línumaðurinn Kamil Syprzak hefur samið við spænska stórliðið Barcelona en félagaskiptin verða í sumar. Syprzak, sem oft er kallaður pólski risinn, hefur farið á kostum með pólska liðinu Wisla Plock í vetur. Hann verður því liðsfélagi Guðjóns Vals Sigurðssonar á næsta tímabili

Syprzak, sem er 24 ára, var einnig hluti af pólska landsliðinu sem náði bronsverðlaunum á HM í Katar í janúar.

Viðurnefnið pólski risinn er ekki nein tilviljun því kappinn er 208 cm hár.