*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Patrekur: ,,Auðvitað á maður ekki að láta dómara heyra það"

Patrekur Jóhannesson

Patrekur Jóhannesson

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, verður í banni þegar liðið mætir Val á morgun. Við heyrðum í honum og ræddum við hann um bannið.

„Undirbúningurinn er bara eins og venjulega. Maður undirbýr liðið eftir bestu getu og svo stýrir Óskar leiknum. Reglurnar eru þannig að ég má ekki hafa afskipti af liðinu klukkutíma fyrir leik," segir Patrekur um hvort undirbúningur liðsins muni riðlast vegna bannsins

Eins og sést á myndbandinu var Patrekur ekki ánægður með dómara leiksins en hvað var það sem hann var fúll með?

„Við fáum tvær mínútur á bekkinn fyrir að standa of margir á hliðarlínunni 15 sekúndum fyrir leikslok en svo sést að það stóðu oft alveg jafn margir við bekk ÍBV. Við það vorum við ekki sáttir enda á eitt að ganga yfir alla,"

Samkvæmt Aganefnd HSÍ fékk Patrekur bann fyrir „Grófa óíþróttamannslega hegðun" en hann vill ekki meina að um grófa hegðun hafi verið að ræða.

„Þetta var ekki gróf hegðun. Ég lét skoðun mína í ljós en auðvitað á maður ekki að láta dómara heyra það svona. En ég stend samt við að þetta var rangur dómur," sagði Patrekur að lokum.

Hér má sjá myndbandið af brottrekstrinum: