*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Patrekur sá rautt gegn ÍBV – Verður í leikbanni á morgun

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Mynd: Eyjólfur Garðarsson.

Aganefnd HSÍ tilkynnti það í gær að Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafi verið dæmdur í leikbann fyrir ,,grófrar óíþróttamannslegrar framkomu" gagnvart dómurum eftir leik ÍBV og Hauka á föstudaginn.

Aðdragandinn var sá að Haukar voru einu marki yfir þegar einungis fimmtán sekúndur voru eftir en þá fékk varamannabekkur Hauka tveggja mínútna brottvísun og þótti dómurinn umdeildur.

Hákon Daði Styrmisson jafnaði leikinn stuttu síðar gegn sex leikmönnum Hauka en gestirnir náðu ekki að nýta síðustu sókn sína og niðurstaðan jafntefli, 22-22.

Patrekur Jóhannesson var öskuillur eftir leik og lét dómara heyra það. Hann fékk að launum rautt spjald og hefur eins og fyrr segir verið úrskurðaður í leikbann.

Fimmeinn.is setti myndband af atvikinu á YouTube síðu sína en þar sést þegar Patrekur hellir sér yfir dómarana sem leiddi til leikbanns þjálfarans. Hann verður í banni gegn Val á morgun.