*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mynd: Lygileg staða í riðlunum á Asíuleikunum – Ótrúlegur getumunur á liðunum

South Korea's Woo Sun-hee celebrates a goal against Russia in their women's handball quarterfinals match at the Copper Box venue during the London 2012 Olympic GamesÓtrúleg úrslit hafa hvað eftir annað litið dagsins ljós á Asíuleikum kvenna í handknattleik og ljóst að getumunurinn á liðunum í keppninni er ansi mikill.

Flestir leikir hafa unnist með yfir 20 marka mun og er því ansi fróðlegt að skoða markahlutföllin í stöðutöflunni.

Suður Kórea hefur skorað 121 mark í tveimur leikjum sem gerir 60,5 mörk að meðaltali í leik. Að sama skapi hefur liðið einungis fengið á sig 21 mark, sem gerir 10,5 mörk að meðaltali í leik.

Þá er Indland með stjarnfræðilega lélega markatölu en liðið hefur skorað 18 mörk í tveimur leikjum en fengið á sig 101 mark.

Stöðutöflurnar í A og B riðli má sjá hér að neðan:

asiuleikar