*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Íslendingarnir gerðu það gott í þýsku deildinni í kvöld

Mynd: Rhein-Neckar Löwen

Mynd: Rhein-Neckar Löwen

SC Magdeburg undir stjórn Geirs Sveinssonar sigraði í kvöld Lemgo, 36-24, og fóru með sigrinum í þriðja til fjórða sæti við hlið Flensburg sem gerði óvænt jafntefli gegn Erlangen.

Erlangen er í næst neðsta sæti deildarinnar og því komu úrslitin vægast sagt á óvart.

Á sama tíma unnu þeir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannson og samherjar þeirra í Rhein Neckar Löwen, 28-23 gegn GWD Minden og er því tveimur stigum á eftir toppliði Kiel sem á þó leik til góða.

Dagur Sigurðsson sigraði einnig er Fuchse Berlin unnu öruggan sigur á Wetzlar en lærisveinar Dags eru í sjöunda sæti.