*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ísak Rafnsson: ,,Maður kvartar ekkert, maður var bara að spila handbolta"

Ísak Rafnsson var borinn af velli í bikarúrslitunum.

Ísak Rafnsson var borinn af velli í bikarúrslitunum.

Eins og fram hefur komið hefur Ísak Rafnsson, leikmaður FH, ekkert spilað með liðinu eftir að hann fékk heilahristing í úrslitaleik Coca Cola bikarsins um mánaðarmótin.

Höfuðhöggin sem ollu heilahristingnum komu reyndar ekki í leiknum sjálfum heldur daginn áður. Bandaríski sjúkraþjálfarinn Doktor Susan Whitney telur Ísak heppinn að ekki hafi varið verr enda geti svona högg verið sérlega hættuleg fyrir ungt fólk.

Rúv fjallaði um málið á heimasíðu sinni í dag þar sem meðal annars má sjá viðtöl við Ísak sem og Susan Whitney.

Sjáðu umfjöllun Rúv um málið hér.