*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Fullyrt að Karabatic fari til PSG í sumar

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Nokkrir erlendir fjölmiðlar halda því fram að Nikola Karabatic sé búinn að gera upp hug sinn og muni ganga til liðs við franska liðið PSG í sumar.

Karabatic, sem var valinn besti leikmaður heimsins árið 2014, hefur leikið með Barcelona á er á öðru tímabili sínu með Barcelona en seinast lék hann með Montpellier í Frakklandi.

Þá segir einnig að það spili inn í ákvörðun hans að yngri bróðir hans,  Luka Karabatic, sé einnig á leið til PSG.