*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Átta mörk Vignis dugðu ekki til gegn Kolding – Riðlar úrslitakeppnarinnar klárir

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

Lokaumferðin í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld er Vignir Svavarsson þurfti að þola tap  þrátt fyrir að skora átta mörk í leik þar sem Midtjylland beið lægri hlut gegn Aron Kristjánssyni og félögum í KIF Kolding.

Midtjylland tók forystu fjórum mínútum fyrir leikslok, 28-27 eftir jafnan og spennandi leik en að lokum tryggðu Kolding sér sigur er liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. KIF Kolding endaði þar með á toppnum með 45 stig

Ólafur Gústafsson og félagar í Álaborg enduðu í öðru sæti er liðið sigrað botnlið Odder í kvöld, 27-22, en Ólafur var frá keppni vegna meiðsla.

Sigvaldi Guðjónsson náði ekki að komast á blað er Bjerringbro/Silkeborg vann GOG, 22-20, og endaði í þriðja sætinu.

Guðmundur Árni skoraði eitt mark fyrir Mors-Thy í sigri liðsins á Ribe-Esbjerg, 26-24, en missir af úrslitakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti.

Átta liðin sem komust í úrslitakeppnina skiptast núna í tvo riðla.

1. riðill:
KIF 2 stig
Team Tvis 1 stig
Skjern 0 stig
Århus 0 stig

2. riðill:
Aalborg 2 stig
Bjerringbro/Silkeborg 1 stig
Midtjylland 0 stig
GOG 0 stig