*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Anett Köbli spilar næst í úrslitakeppninni

Mynd: Grótta

Mynd: Grótta

Anett Köbli, leikmaður Gróttu, mun missa af tveimur seinustu leikjum liðsins í deildarkeppninni vegna meiðsla í hné.

Grótta mætir KA/Þór 28. mars og ÍBV þremur dögum síðar og mun Anett ekki spila með liðinu í þessum leikjum. Samkvæmt heimildum Sport.is mun hún þó verða klár í slaginn með liðinu í úrslitakeppninni.

Gróttu nægir eitt stig úr seinustu tveimur leikjunum til að verða deildarmeistari.