*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ágúst ánægður með aðstöðuna í Sviss – ,,Allt eins og á best var kosið"

Stelpurnar á leið til Sviss - Mynd: HSÍ

Stelpurnar á leið til Sviss – Mynd: HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er í Sviss þessa daganna þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Sviss. Liðið lenti í smá erfiðleikum á leið sinni til Sviss en fluginu var upphaflega seinkað og ekki nóg með það heldur komst farangur liðsins ekki á leiðarenda en hann skilaði sér þó fljótlega.

„Ferðin gekk bara ágætlega. Vorum komin hingað seinni partinn í gær. Því miður skilaði farangurinn sér ekki því það var seinkun á fluginu á Íslandi. Töskurnar skiluðu sér ekki með tengifluginu," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta.

Hann segist ánægður með aðkomu liðsins í Sviss og segir æfingahallir og gisti aðstaðsta til fyrirmyndar.

„Það eru kjör aðstæður hérna. Það er frábær æfingahöll hérna. Það er bara allt hérna eins og á best var kosið."

Leikirnir eru æfingaleikir fyrir komandi leiki í undankeppni EM.

„Við erum að vinna í nokkrum áherslu breytingum í vörninni og munum prufa þær í þessum æfingaleikjum gegn Sviss."

Innslag Ágústs má sjá hér fyrir neðan.