*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Áfram halda leikir að vera einstaklega óspennandi á Asíuleikunum í handbolta

South Korea's Woo Sun-hee celebrates a goal against Russia in their women's handball quarterfinals match at the Copper Box venue during the London 2012 Olympic GamesEins og við höfum greint frá undanfarna daga hefur verið lítil sem engin spenna á Asíuleikum kvenna í handknattleik. Engin breyting varð á því í dag.

Þrír leikir fóru fram í dag og lauk öllum þeirra með stórum mun.

Kazhakstan vann Hong Kong 37-10 og Kína burstaði Indónesíu með 61 marki gegn fjórum. Þá vann Suður Kórea 40 marka sigur gegn Indlandi, 50-10.

Engum leik á mótinu hefur lokið með minna en 17 marka mun.