*

Föstudagur, 9. janúar 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Svona er leikjaplanið hjá Degi, Gumma og Patta á HM

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Það verður ekki bara gaman að fylgjast með íslenska landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í Katar í næstu viku því þrjár aðrar þjóðir á mótinu eru þjálfaðar af íslenskum þjálfurum.

Patrekur Jóhannesson stýrir Austurríki og Guðmundur Guðmundsson er þjálfari danska liðsins. Þá er þýska landsliðinu stjórnað af Degi Sigurðssyni.

Það er því stíf dagskrá framundan hjá handboltaáhugamönnum enda fjöldinn allur af spennandi handboltaleikjum í gangi. Mótshaldarar virðast þó ekki taka mikið tillit til íslenskra áhorfenda því á mótinu koma meðð til með að þurfa að velja og hafna. Til marks um það má nefna að stórleikur Íslands og Frakklands fer fram á nákvæmlega sama tíma og Danir mæta Þjóðverjum í öðrum stórleik en í þeim leik verða báðir þjálfararnir íslenskir.

Hér að neðan má sjá leikjaplanið hjá Degi, Guðmundi og Patreki.

Leikir Austurríkis:
16. janúar kl. 16:00 Króatía – Austurríki
17. janúar kl. 18:00 Austurríki – Bosnía
19. janúar kl. 18:00 Austurríki – Túnis
21. janúar kl. 14:00 Íran – Austurríki
23. janúar kl. 16:00 Makedónía – Austurríki

Leikir Danmerkur:
16. janúar kl. 18:00 Danmörk – Argentína
18. janúar kl. 18:00 Sádí Arabía – Danmörk
20. janúar kl. 18:00 Danmörk – Þýskaland
22. janúar kl. 18:00 Rússland – Danmörk
24. janúar kl. 18:00 Danmörk – Pólland

Leikir Þýskaland:

16. janúar kl. 16:00 Pólland – Þýskland
18. janúar kl. 16:00 Þýskaland – Rússland
20. janúar kl. 18:00 Danmörk – Þýskaland
22. janúar kl. 16:00 Þýskaland – Argentína
24 janúar kl. 16:00 Sádí Arabía – Þýskaland