*

Mánudagur, 22. desember 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ljónin fá nýjan markvörð

mt_mikael-appelgren-003Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen hefur samið við sænska markvörðinn Mikael Appelgren um að ganga í raðir félagsins næsta sumar. Hann mun leysa af hinn danska Nicklas Landin sem mun skipta yfir í Kiel í sumar.

Appelgren er sænskur markvörður sem leikur með Melsungen í þýska handboltanum. Hann er 25 ára gamall og ljóst að hans bíður erfitt verkefni að fylla það skarð sem Landin skilur eftir sig en Landin hefur verið einn besti markvörður heimsins undanfarin ár.