*

Fimmtudagur, 18. desember 2014 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Aron valdi 20 manna æfingahóp | Þórir Ólafsson ekki í hópnum

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Eyjólfur Garðarsson

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið 20 manna æfingahóp fyrir HM í handbolta. Hópurinn er sterkur en athygli vekur að Þórir Ólafsson, sem hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár, er ekki í hópnum.

Fyrir utan Þóri eru flestir fastamennirnir með. Rúnar Kárason kemur inn eftir meiðsli og þá er Aron Pálmarsson á sínum stað en hann hefur lítið spilað með landsliðinu á árinu vegna meiðsla.

Þá eru þeir Ólafur Gústafsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ólafur Guðmundsson allir að kljást við meiðsli.

Tandri Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson eru í hópnum en þeir hafa verið lítið viðloðandi landsliðið.

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball
Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach
Kári Kristján Kristjánsson, Valur
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen
Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
Tandri Konráðsson, Ricoh HK
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS