*

Sunnudagur, 16. nóvember 2014 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Eyjamenn mæta í Austurbergið – Leikurinn í beinni!

Mynd: Heiða

Mynd: Heiða

Einn leikur fer fram í Olís-deild karla er ÍBV mætir í heimsókn í Austurbergið og mæta heimamönnum í ÍR. Liðin mættust fyrr í vetur í Vestmanneyjum en ÍR vann þar tiltölulega öruggan sigur, 24-29.

Eftir mjög sterka byrjun hafa ÍR-ingar eitthvað verið að missa flugið en eftir að hafa tapað einungis einum leik af fyrstu átta er liðið nú búið að tapa tveimur í röð.

Íslandsmeistarar ÍBV hafa á sama tíma átt erfitt með að ná jafnvægi í vetur og hafa unnið og tapað til skiptis og sitja í sjöunda sæti með fjóra sigurleiki og fjóra tapleiki.

Það er því von á hörkuleik í Austurberginu en Sport.is mun lýsa honum í beinni netútvarpslýsingu sem má finna hér á síðunni þegar nær dregur leik.

15:00 ÍR-ÍBV