*

Föstudagur, 11. janúar 2013 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

HM 2013 | HM-blaðið komið út | Líka í rafrænni útgáfu

Í dag kom út blað tileinkað heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fer fram á Spáni. Mótið sjálft hefst í dag með opnunarleik Spánverja og Alsíringa. Blaðið er stútfullt af efni um HM en farið er yfir alla riðlana, leikjaplan íslenska liðsins ásamt viðtölum við Aron Kristjánsson landsliðsþjálfara og fleiri leikmenn liðsins. Blaðinu er dreift á valdar Olís stöðvar en einnig má nálgast það í rafrænni útgáfu á vefnum.

Blaðið kemur vel til skoðunar í snjalltölvum eins og iPad, Nexus eða öðrum slíkum tækjum.

Smelltu hérna til að skoða blaðið á Issuu lesaranum.