*

Laugardagur, 18. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Handbolti | Er hægt að afhenda París meistaratitilinn fyrir mót?

Mynd: Hilmar Þór

Það er fátt sem stefnir í að mörg lið í Frakklandi hafi roð í nýja stórveldinu í franska handboltanum en París handbolti, eins félagið heitir, er að fá enn eina stórstjörnuna í liðið. Þetta er enginn annar en Mikkel Hansen sem um ræðir en sagt er að danska stórskyttan sé búinn að semja um kaup og kjör og eigi bara eftir að skrifa sitt danska nafn á blað hjá franska liðinu.

Það er því varla nema eitt lið sem á einhverja möguleika í París en það er Montpellier sem hefur á að skipa Nikola Karabatic. París hefur sankað að sér mönnum að undanförnu en eigendur liðsins eiga meira af peningum en þeir almennt vita og eyða miskunnarlaust í leikmenn fyrir mótið.

Fari Mikkel Hansen til Parísar þá verður skiljanlega ekki mikið af för hans til Kolding í Danmörku en danska liðið er að safna peningum til að geta samið við fyrrum leikmenn hjá AG sem varð gjaldþrota.