*

Miðvikudagur, 18. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Handbolti | Stærstu styrktaraðilar AGK lofa að borga

Mynd: tv2sport.dk

Stærstu styrktaraðilar danska handboltaliðsins AGK hafa sagt að það standi ekki annað til en að þeir borgi útistandandi reikninga vegna samstarfsins. Fréttir þess efnis að AGK myndi mögulega lenda í greiðslufalli um mánaðarmótin eru því varla á rökum reistar. Yfirmenn Hummel segja ekki annað standa til en að standa við gerða samninga og brotthvarf Jesper Nielsen breyti engu þar um.

„Við erum með samning við AGK sem nær út árið 2013 og það stendur ekki annað til en að standa við þá samninga," segir Jesper Wengel forstjóri Krifa sem er einn af styrktaraðilum danska liðsins. Soren Schriver, forstjóri Hummel segir félagið í góðum samskiptum við félagið og það mundi ekki standa á greiðslu frá Hummel.

Það eru því litlar líkur á að AGK lendi í teljandi fjárhagsvandræðum um mánaðarmótin en talið var að leikmenn myndu ekki fá laun sín greidd.