*

Mánudagur, 9. júlí 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Handbolti | Er Luc Abalo á leiðinni til Parísar?

Mynd: Nordic Photos

Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmenn Parísar, eru mögulega að fá enn einn stórlaxinn til liðsins en Frakkinn Luc Abalo er mögulega að koma til félagsins frá Atletico Madrid. Sagan hermir að Atletico Madrid fái 500 þúsund evrur fyrir leikmanninn og hann fái sjálfur ofurlaun hjá franska liðinu.

Ef fer sem horfir þá er að verða til stórveldi í franska boltanum en leikmenn eins og Antonio Garcia, Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þá Abalo gera þetta lið sem rétt bjargaði sér frá falli á seinasta tímabili að einu því sterkasta í Evrópu.

Sjá grein: Róbert Gunnarsson: „Hrikalega ánægður með að flytja til Parísar"