*

Föstudagur, 15. júní 2012 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

N1-deild kvenna | Íris Ásta aftur í Val

Mynd: Snorri Sturluson

Handknatleikskonan Íris Ásta Pétursdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Vals. Íris lék í Noregi síðastliðið tímabil en lék áður með Valsstúlkum og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2010 og 2011.

Það má því segja að Íris sé að snúa heim en hún lék með Gjörvík í norska handboltanum í fyrra.